Hlutverk

Hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu er lýst í lögreglulögum nr. 90/1996, sbr. lög nr. 62/2016, og í reglum ráðherra um starfsemi nefndarinnar nr. 222/2017.

Hlutverk nefndar um eftirlit með lögreglu er:

  1. Að taka við kæru á hendur starfsmanni lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans;
  2. Að taka við kvörtun vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu sem fer með lögregluvald;
  3. Að taka til athugunar mál þegar maður lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur er um refsivert brot;
  4. Að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar nefndin telur tilefni til.