Eftirfylgni

Það er mismunandi hversu langan tíma ríkissaksóknari, héraðssaksóknari, ríkislögreglustjóri eða lögreglustjóri hafa til að ljúka sínum þætti málsmeðferðarinnar, ef tilkynningin er send áfram til þessara embætta.

Þegar um kæru er að ræða, eiga héraðssaksóknari eða ríkissaksóknari að jafnaði að taka ákvörðun um hvort hefja skuli rannsókn eða vísa skuli kærunni frá innan mánaðar frá móttöku framsendrar tilkynningar.

Þegar um kvörtun er að ræða, eiga lögreglustjóri, ríkislögreglustjóri eða héraðsaksóknari að jafnaði að hafa lokið meðferð málsins innan þriggja mánaða frá móttöku framsendrar tilkynningar.

Meðferð tilkynninga sem berast ríkislögreglustjóra og varða almenna starfshætti lögreglu á að jafnaði að vera lokið innan sex mánaða frá framsendingu tilkynningar.

Nefndin tekur ekki beinan þátt í meðferð máls sem hún hefur framsent til viðeigandi embættis innan lögreglu- eða ákæruvaldsins. Hún fylgist hins vegar með meðferð og afgreiðslu þeirra mála sem heyra undir starfssvið hennar og getur sent viðkomandi embætti athugasemdir við afgreiðslu einstakra mála eða gert tillögu um að breytingar verið gerðar á starfsháttum eða verklagi.