Að senda inn tilkynningu

Hver sá sem telur að starfsmaður lögreglunnar hafi (1) framið refsivert brot í starfi (2) viðhaft ámælisverða starfsaðferð eða framkomu í starfi eða (3) er ósáttur við almenna starfshætti lögreglu getur leitað beint til nefndarinnar með tilkynningu og óskað eftir að mál hans verði tekið til athugunar.

Rétt er að eftirtaldar upplýsingar komi fram í tilkynningu til nefndarinnar:

    • Fullt nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitala þess sem sendir inn tilkynninguna.
    • Lýsing á þeirri háttsemi eða því atviki sem kvartað er yfir. Hér þarf að koma fram stutt lýsing á þeirri háttsemi eða því atviki sem er tilefni tilkynningarinnar. Tilgreina má það embætti og/eða starfsmann sem tilkynningin varðar, ef þær upplýsingar liggja fyrir.
    • Ef það eru skjöl eða önnur gögn sem til eru til þess fallin að varpa ljósi á málavexti, er þess óskað að þau fylgi með tilkynningunni.

Hægt er að senda tilkynningu með eftirfarandi hætti:

    • Með tölvupósti á netfangið nel@nel.is.
    • Með bréfpósti á eftirfarandi heimilisfang: Nefnd um eftirlit með lögreglu, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík.
    • Með því að prenta út eyðublað fyrir tilkynningar til nefndarinnar, færa inn umbeðnar upplýsingar og senda undirritað eintak eyðublaðsins til nefndarinnar.

Íslenska:

Rafræn tilkynning til nefndarinnar

Tilkynning til nefndar um eftirlit með lögreglu

Polski:

Zgłoszenie do Komisji Nadzoru nad Policją

English:

Notification for the police monitoring committee

Fyrir leiðbeiningar og upplýsingar um störf nefndarinnar og málsmeðferð er hægt að hafa samband við starfsmann nefndarinnar símleiðis. Símatími er á milli 10 og 11 alla virka daga og  síminn er 545-8800.